Sjómennt

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og starfar skamkvæmt samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við Sjómannasamband Íslands. Sjóðurinn er í tveimur hlutum og veitir annars vegar fyrirtækjastyrki og hins vegar einstaklingsstyrki.

Helstu verkefni Sjómenntar eru að sinna stuðningsverkefnum og þróunar-og hvatningaraðgerðum í starfsmenntun. Sjóðnum er ætlað að styrkja rekstur námskeiða og stuðla að nýjungum í námsefnisgerð ásamt því að veita einstaklingum, verkalýðsfélögum og fyrirtækjum beina styrki vegna sí-og endurmenntunar.

Einstaklingar sækja um styrki á þar til gerðum eyðublöðum til viðkomandi stéttarfélags sem sér um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar.

Fyrirtæki, stéttarfélög og eða fræðsluaðilar sækja um styrki til stjórnar Sjómenntar með því að senda umsókn þar sem fram koma helstu upplýsingar vegna viðkomandi fræðsluverkefnis – sjá umsóknarvefgáttina www.attin.is

Þá býður Sjómennt upp á Fræðslustjóra að láni – sjá nánar hér!